Wikileaks verða á ráðstefnu FSFÍ 1. desember

Talsmenn Wikileaks eru á leiðinni til landsins vegna ráðstefnu Félags um stafrænt frelsi á Íslandi sem verður 1. desember næstkomandi.

Ráðstefnan er öllum opin og er frítt inn. Skráning er á vefsíðu félagsins, fsfi.is.

Við bendum fólki einnig á að Wikileaks verður til umræðu í þættinum Silfur Egils nú á sunnudaginn.

 

Um Wikileaks:

WikiLeaks er verkefni sem stefnir að því að gera hverjum sem er kleift að leka trúnaðargögnum til almennings. Á síðustu tveimur árum hefur verkefnið lekið yfir milljón skjölum sem ekki voru ætluð til almennrar birtingar - þar á meðal glærusýningu af stjórnarfundi Kaupþings skömmu fyrir bankahrun, sem olli talsverðu fjaðrafoki í hérlendum fjölmiðlum. Meðal annarra markverðra skjala sem WikiLeaks hefur birt má nefna meðlimaskrá British National Party (í tvígang), skýrslu um mengunarslys á Fílabeinsströndinni sem unnin var fyrir Trafigura, uppköst að ACTA-sáttmálanum, og fleira í þeim dúr.

 


mbl.is 11. september mínútu fyrir mínútu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband